VÍS - Breyting á skipulagi


Í tengslum við innleiðingu félagsins á nýrri löggjöf um vátryggingafélög sem taka á gildi 1. janúar 2016 hefur áhættustýringu verið skipt upp til að aðgreina verkefni og hlutverk tryggingastærðfræðings  annars vegar og áhættustýringar hins vegar.  Ragnar Þ. Ragnarsson verður forstöðumaður tryggingastærðfræðistofu og Þórir Óskarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar.  Báðir hafa starfað hjá félaginu um árabil og sinnt þessum starfssviðum sameiginlega.

Meðfylgjandi er nýtt skipurit félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri.

 


Attachments

Tilkynning um skipulagsbreytingu.pdf