Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi 2015

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir fyrsta ársfjórðung var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 12. maí 2015. Árshlutareikningurinn hefur hvorki  verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Afkoma fyrstu þrjá mánuði 2015

Afkoma

  • Hagnaður af rekstri Sjóvár fyrstu þrjá mánuði ársins 2015 nam 624 m.kr. (0,39 kr. á hlut) samanborið við 124 m.kr. tap á sama tíma árið áður (0,08 kr. á hlut)
  • Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 823 m.kr. (16 m.kr. tap 3M 2014)
  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 55 m.kr. (318 m.kr. 3M 2014)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi nam 757 m.kr. (347 m.kr. tap 3M 2014)
  • Iðgjöld tímabilsins námu 3.459 m.kr. og hækkuðu um 4,7% frá sama tíma árið áður (3.305 m.kr. 3M 2014)
  • Eigin iðgjöld námu 3.291 m.kr. og hækkuðu um 6,6% frá sama tíma árið áður (3.088 m.kr. 3M 2014)

Hlutföll

  • Samsett hlutfall samstæðunnar var 104,3% (96,5% 3M 2014)
  • Tjónahlutfall var 75,6% (64,3% 3M 2014)
  • Kostnaðarhlutfall var 24,0% (27,1% 3M 2014)
  • Endurtryggingahlutfall var 4,7% (5,1% 3M 2014)

Efnahagur

  • Eigið fé nam 14.437 m.kr. samanborið við 17.810 m.kr. um áramót
  • Fjárfestingareignir námu 35.124 m.kr. samanborið við 33.946 m.kr. um áramót
  • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 30,8% en var 40,2% í upphafi árs
  • Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 15,5%
  • Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 4,59 í lok fjórðungsins

 

 

Hermann Björnsson, forstjóri

„Afkoma Sjóvár á fyrsta fjórðungi var góð og yfir væntingum. Þrátt fyrir aukna tjónatíðni sem aðallega má rekja til slæms tíðarfars þá vega fjárfestingartekjur það upp en þær voru umfram áætlun.  Hagnaður af vátryggingarekstri nam 55 m.kr. sem verður að teljast viðunandi þegar haft er í huga að óveðurstjón hafa ekki verið fleiri á þessum tíma árs síðan 1991. Vátryggingarekstur er sveiflukenndur og þrátt fyrir að afkoma hafi versnað á fyrsta fjórðungi tel ég hann mjög sterkan.  

Hvað varðar mikil eignatjón frá áramótum má í raun telja það tíðindum sæta að afleiðingar veðurfarsins hafi ekki orðið verri en raun bar vitni. Líklega má þakka það traustbyggðum húsum, forvörnum og vitund almennings um að ganga tryggilega frá lausum munum. Framtíðin verður að skera úr um það hvort veðurfarslega sé um einstakan vetur að ræða eða ekki. Merkjanleg neikvæð þróun ökutækjatjóna hefur átt sér stað það sem af er ári. Þá þróun má að hluta rekja til tíðarfarsins og ástands vega en aukin tjónatíðni er einnig þekktur fylgifiskur bættra aðstæðna í efnahagslífinu.  Vonandi mun endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa draga úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til aukningar tjóna.

Birtar hafa verið horfur um afkomu ársins 2015. Þar er gert ráð fyrir að iðgjöld haldi í við verðlag, að samsett hlutfall verði á bilinu 95-97% og að hagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna verði á bilinu 2 til 2,6 milljarðar króna. Niðurstaða fyrsta ársfjórðungs gefur ekki tilefni til að breyta þeim viðmiðum“ segir Hermann.

Kynningarfundur

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi þann 13. maí kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sjóvár í Kringlunni 5 en þar mun Hermann Björnsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.

 


Attachments

Sjóvá Árshlutareikningur 31.03.2015.pdf Sjóvá Fréttatilkynning - Afkoma 3M 2015.pdf