N1 hf : Afkoma á 1. ársfjórðungi 2015


Helstu niðurstöður:

  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á 1. ársfjórðungi 2015 nam 269 m.kr. samanborið við 120 m.kr. á sama tímabili árið 2014.
  • Framlegð af vörusölu jókst um 12,8% á 1. ársfjórðungi 2015 miðað við sama tímabil 2014.
  • Veltuhraði birgða var 10,15 á 1. fjórðungi 2015 (1F 2014: 9,42 ).
  • Eigið fé var 10.529 m.kr. og eiginfjárhlutfall  45,0% í lok mars 2015.
  • Arðsemi eiginfjár var  4,9% á ársfjórðungnum (1F 2014: -2,2%).
  • Á aðalfundi þann 23. mars var samþykkt að greiða út arð að fjárhæð 840 m.kr.
  • Hreinar vaxtaberandi skuldir voru samtals 1.826 m.kr. í lok mars 2015 en ef tekið er tillit til eignarhluta félagsins í hlutdeildarfélögum þá voru hreinar vaxtaberandi skuldir í lok tímabilsins 335 m.kr.

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.


Attachments

N1 hf - Árshlutareikningur Q1 2015 N1 hf - Afkomutilkynning Q1 2015