Sjóvá – Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar.


Á aðalfundi Sjóvár-Almennra trygginga hf. þann 26. mars 2015 var samþykkt heimild til kaupa á eigin hlutabréfum með framkvæmd endurkaupaáætlunar.

Stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar með það að markmiði að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Endurkaupin munu nema að hámarki 40.000.000 hlutum eða sem nemur 2,51% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlun þessi gildir til aðalfundar félagsins 2016 en þó aldrei lengur en til 26. mars 2016.

Íslandsbanki mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar ákvarðanir tengdar framkvæmd hennar, kaup og tímasetningu þeirra, óháð félaginu.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi NASDAQ OMX á Íslandi hf., hvort sem er hærra. Upphæð hvers tilboðs er 800.000 hlutir og er það jafnframt hámarks magn hluta hvers viðskiptadags.

Viðskipti með eigin hluti tengdum endurkaupaáætlun skulu tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Björnsson forstjóri.   S:440-2000