Rekstur Farice batnar fyrri hluta árs 2015 en fjármagnskostnaður eykst


Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITA) jókst um 17,1% frá sama tíma á fyrra ári og nam 4,3 milljónum evra. Heildartekjur námu 7,4 milljónum evra og jukust um 13,3% frá fyrra ári aðallega vegna viðskipta tengdra gagnaverum. Heildarkostnaður jókst um 8,5%. Eiginfjárhlutfall var 42,4% 30. júní s.l.

 

Fjármagnskostnaður var 3,9 milljónir evra, þar af er 1,9 milljón evra reiknaður gengismunur vegna styrkingar íslensku krónunnar en helsta lán félagsins er í íslenskum krónum. Afskriftir námu 3,7 milljónum evra og tap félagsins er því 3,3 milljónir evra.

 

Frekari upplýsingar:

Ómar Benediktsson 585 9701


Attachments

Farice Financial statements 30 6 2015.pdf