Klak Innovit ásamt norrænum frumkvöðlasetrum og sprotafyrirtækjum kynnir sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum í New York


Reykjavík, 25. ágúst, 2015 – Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Klak Innovit mun slást í för með öðrum norrænum frumkvöðlasetrum undir merkjum Slush viðburðarins til New York dagana 24. til 25. ágúst. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna. Frumkvöðlasetur hvers lands hefur auk þess valið tvö sprotafyrirtæki frá hverju landi til að koma með og kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Sprotafyrirtækin TagPlay og Breakroom verða fulltrúar Íslands.

Á þessum þremur dögum verða m.a. fjárfestaviðburðir, vinnustofur og einnig mun hópurinn með Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak Innovit í fararbroddi, sjá um að loka Nasdaq markaðnum með bjölluhringingu í dag, 25. ágúst kl. 16.00 að íslenskum tíma.

Íbúafjöldi Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Íslands telur einungis 26 milljón manns, en þó hafa norrænu löndin hlutfallslega getið af sér flest milljarða dala fyrirtæki í heimi miðað við höfðatölu fyrir utan Silicon Valley. Fyrirtæki eins og Spotify, Candy Crush Saga, Angry Birds eru vel þekkt dæmi og áhrifin eru ótvíræð í háskólasamfélagi og atvinnulífi. Á síðasta ári kom 25% fjármagns frá Bandaríkjunum. Í júní var heildarfjármögnun norrænna sprotafyrirtækja, í gegnum fjárfestasjóði, komin yfir 1 milljarð Bandaríkjadala í fyrsta skipti á 12 mánaða tímabili, en þar af sló tónlistarfyrirtækið Spotify met í Evrópu með 526 milljóna bandaríkjadala fjármögnun á árinu. Norðurlöndin eru því á mikilli siglingu með gríðarlegan fjölda áhugaverðra sprotafyrirtækja, frumkvöðla sem veita þekkingu sinni áfram og nýjum áhættufjárfestum.

Þau norrænu nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem fara til New York undir merkjum Slush eru Klak Innovit, SUP46, Startup Life, Aaltoes, SESS (Stockholm School of Entrepreneurship), #CPHFTW, Founders House, MESH, Startup Lab, Startup Norway og Nordic Innovation.

„Þessi ferð með samstarfsaðilum okkar á Norðurlöndunum er einstakt tækifæri fyrir norræna og ekki síst íslenska sprotaumhverfið að kynna sig fyrir áhugasömum bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum.“, segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit.  „Undanfarin ár sanna að það skiptir ekki máli hvort þú stofnar fyrirtækið þitt á litlum heimamarkaði eða stórum, góðar hugmyndir geta náð athygli erlendra fjárfesta.  Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa í ríkara mæli en áður sótt fjármagn erlendis til vaxtar og er samstarf okkar við norræna og bandaríska sprotasamfélagið því mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Með því að kynna okkur og styrkja alþjóðlegar tengingar og samstarf, liðkum við enn frekar fyrir samskiptum og tækifærum fyrir íslenska sprota á erlendri grundu.“

„Það er okkur mikilvægt að geta stutt við íslenskt sprotaumhverfi og við viljum vinna náið með því til að hjálpa því að vaxa og ná árangri, hérlendis og erlendis“, sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Það hefur án nokkurs vafa mikið gildi að koma sér á framfæri erlendis og taka þátt í viðburði eins og að loka Nasdaq markaðnum, sem vekur ávallt athygli. Mikið af íslenskum sprotum eiga bjarta framtíð fyrir höndum og þurfa að afla fjármagns til að láta markmið sín verða að veruleika. Við vonumst til að Nasdaq First North nýtist einhverjum þessara fyrirtækja þegar fram í sækir og að Íslendingar fái þannig í ríkara mæli að taka þátt í árangri fyrirtækjanna.“

Merki viðburðarins er #NordicMade og er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað.

Frekari upplýsingar um viðburðinn, hvaða sprotafyrirtæki taka þátt, dagskrá og fleira má finna á slóðinni bit.ly/nspresskit .

Hægt verður að fylgjast með hópnum loka Nasdaq markaðnum í beinni útsendingu á slóðinni http://www.nasdaq.com/about/marketsitetowervideo.asx . Útsending hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma (15.45 EST). Einnig verða myndir birtar frá viðburðinum á slóðinni https://www.flickr.com/photos/slushmedia/albums/72157657288844079.

#

Um Nasdaq

Nasdaq  (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,500 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 9.1 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com. 

Um Klak Innovit

Klak Innovit er frumkvöðlasetur sem leggur áherslu á hugmyndir er spretta upp úr starfi háskóla. Meginmarkmið Klak Innovit er að hraða ferli við stofnun fyrirtækja og miðla til íslenskra frumkvöðla tengslum við leiðandi sérfræðinga, fjárfestaumhverfið og fremstu sprotasamfélög heims. Fyrirtækið er í einkaeigu og rekið án hagnaðarsjónarmiða (non-profit). Stærstu hluthafar Klak Innovit eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Nýherji. Nánari upplýsingar um starfsemi Klak Innovit má finna á vefsíðunni www.klakinnovit.is.

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, Nasdaq Riga, Nasdaq Stockholm, Nasdaq Tallin, Nasdaq Vilnius, Nasdaq Clearing og Nasdaq Broker Services eru vörumerkin fyrir Nasdaq OMX Copenhagen A/S, Nasdaq OMX Helsinki Ltd., Nasdaq OMX Iceland hf., Nasdaq OMX Riga, AS, Nasdaq OMX Stockholm AB, Nasdaq OMX Tallinn AS, Nasdaq OMX Vilnius, Nasdaq OMX Clearing AB, Nasdaq OMX Broker Services AB. Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Nasdaq Baltic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Tallinn, Nasdaq Riga og Nasdaq Vilnius.

 

         Fjölmiðlar:
         
         Nasdaq Iceland
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         s. 868 9836
         
         Salóme Guðmundsdóttir
         salome@innovit.is
         s. 869 8001


Attachments

2015_0824_NordicMade_IS.pdf