Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Sjóvá hagnaðist um 1.380 m.kr. á fyrri helmingi ársins 2015

  • Afkoma af vátryggingastarfsemi nam 271 m.kr.
  • Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 1.415 m.kr.

Hermann Björnsson, forstjóri:

„Afkoma Sjóvár á fyrri árshelmingi var góð og munar þar mestu um afar góða afkomu af fjárfestingareignum sem var mun hærri en alla jafna má vænta. Vöxtur var í iðgjöldum og kostnaðarhlutfall lækkaði. Hátt tjónahlutfall sem einkenndi fyrsta ársfjórðung m.a. vegna óveðurstjóna, hélst áfram hátt á öðrum ársfjórðungi. Þar er skýringa að leita bæði í slæmu tíðarfari á fyrri hluta fjórðungsins en mikil aukning ferðamanna og almennt stóraukin bílaumferð hafa einnig áhrif.“

Annar ársfjórðungur:

Afkoma

  • Hagnaður af rekstri Sjóvár á öðrum ársfjórðungi nam 756 m.kr. (0,47 kr. á hlut)
  • Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 887 m.kr.
  • Afkoma af vátryggingastarfsemi nam 216 m.kr.
  • Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 658 m.kr.
  • Samsett hlutfall samstæðunnar var 100,8%

Efnahagur

  • Eigið fé nam 15.193 m.kr.
  • Fjárfestingareignir án söfnunarlíftrygginga námu 29.282 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 34,3%
  • Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 18,3%
  • Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 4,97

Fjárfestingar

Félagið greiddi út arð á ársfjórðungnum og því minnkaði laust fé. Félagið bætti við sig í hlutabréfum og óverðtryggðum skuldabréfum en seldi lengri verðtryggð skuldabréf. Ávöxtun eignasafnsins var 2,6% á fjórðungnum, ávöxtun skráðra hlutabréfa var 10% og ávöxtun ríkisskuldabréfa 0,7%.

Horfur

Í upphafi árs kynnti Sjóvá horfur í rekstri ársins 2015. Félagið hefur náð að vaxa að raungildi eins og að var stefnt. Tjónshlutfall er töluvert hærra en gert var ráð fyrir og ekki eru taldar líkur á að markmið ársins um samsett hlutfall náist. Fjárfestingartekjur eru það sem af er ári töluvert hærri en áætlað var. Ekki er gerð breyting á áætlaðri afkomu, þ.e. á bilinu 2.000 til 2.600 m.kr. fyrir skatta, en hún mun að miklu leyti ráðast af afkomu af fjárfestingarstarfsemi síðari hluta ársins.

 

 

Afkoma (m.kr.) 2F 2015 2F 2014 Breyting   6M 2015 6M 2014 Breyting
Eigin iðgjöld tímabilsins 3.310 3.174 4,3%   6.610 6.271 5,4%
Fjárfestingartekjur 963 317 203,8%   2.003 258 676,4%
Heildartekjur 4.273 3.491 22,4%   8.613 6.529 31,9%
               
Eigin tjón tímabilsins -2.514 -2.074 21,2%   -5.134 -4.161 23,4%
Rekstrarkostnaður -873 -915 -4,6%   -1.769 -1.880 -5,9%
Afskriftir óefnislegra eigna -116 -117 -0,9%   -231 -234 -1,3%
Heildarkostnaður -3.503 -3.106 12,8%   -7.134 -6.275 13,7%
               
Hagnaður 756 329 129,8%   1.380 205 573,2%
Hagnaður á hlut (kr.) 0,47 0,21     0,87 0,13  
Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna 887 503 76,3%   1.710 487 251,1%
Hagnaður af vátryggingastarfsemi 216 474 -54,4%   271 792 -65,8%
               
Efnahagur              
Eigið fé 15.193 17.810*     15.193 17.810*  
Fjárfestingareignir án söfnunarlíftrygginga 29.282 30.827*     29.282 30.827*  
Eigin vátryggingaskuld 22.915 20.914*     22.915 20.914*  
               
Lykiltölur úr rekstri - hlutföll 2F 2015 2F 2014     6M 2015 6M 2014  
Samsett hlutfall samstæðu 100,8% 91,5%     102,5% 94,0%  
Eiginfjárhlutfall samstæðu 34,3% 40,2%*     34,3% 40,2%*  
Ávöxtun eigin fjár á ársgrundvelli 18,3% 7,9%     16,7% 2,4%  
Ávöxtun eigin fjár leiðrétt f.
óefnisl. eignum og afskriftum
30,0% 12,9%     24,1% 5,8%  

 

*31.12.2014

Kynningarfundur

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi 2015 fimmtudaginn 27. ágúst kl. 16:00 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.

 

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir annan ársfjórðung var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 27. ágúst 2015. Árshlutareikningurinn hefur hvorki  verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

 

 

 


Attachments

Sjóvá Fréttatilkynning - Afkoma 6M 2015.pdf Sjóvá Árshlutareikningur - 30.06.2015.pdf