Fjármál Reykjaneshafnar


Í tilkynningu Reykjaneshafnar þann 8. október sl. var þess getið að til greiðslufalls kæmi, að öllu óbreyttu, á skuldbindingum hafnarinnar sem á gjalddaga væru þann 15. október sl., sem og að leitað yrði til fjárhagslegra kröfuhafa um að veita greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 30. nóvember nk. Var jafnframt boðað til fundar kröfuhafa sem haldinn var þann 14. október sl.

Í framhaldi fundarins hafa nú allir þekktir kröfuhafar skuldbindinga sem falla í gjalddaga í dag 15. október samþykkt að veita framangreindan greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 30. nóvember nk.

Í framhaldinu verður enn fremur skipað kröfuhafaráð sem mun koma að viðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu fjármála Reykjaneshafnar.