N1 hf : Niðurstöður hluthafafundar 20. nóvember 2015


Niðurstöður hluthafafundar N1 hf. þann 20. nóvember 2015

Hluthafafundur var haldinn hjá N1 hf. þann 20. nóvember 2015 klukkan 15:30 að Dalvegi 10-14 í Kópavogi. Á fundinum var samþykkt tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um 25,5%, eða um kr. 120.000.000 að nafnverði.

Annað var ekki samþykkt á fundinum.

Nánar um hlutafjárlækkunina

Hin samþykkta tillaga felur annars vegar í sér að hlutafé félagsins verði fært niður um kr. 120.000.000 að nafnverði og hins vegar að yfirverðsreikningur hlutafjár færist niður um kr. 1.423.851.256 en hluthafar hafa verið hvattir til að kynna sér hugsanleg áhrif hvorrar færslu um sig á virði hlutafjár félagsins.

Samtals verður hlutafé félagsins því lækkað um kr. 1.543.851.265 og mun fjárhæðin verða greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags þann 18. desember 2015, við fyrsta mögulega tímamark þar eftir að lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa verið uppfylltar. Félagið mun senda tilkynningu til Kauphallar þegar endanlegar dagsetningar liggja fyrir.

Meðfylgjandi eru uppfærðar samþykktir félagsins.


Attachments

Samþykktir N1 hf. 20. nóvember 2015