N1 hf: Viðauki við samning um viðskiptavakt


Í ljósi þess að hlutafé N1 hf. hefur verið lækkað á síðustu misserum hefur félagið gert viðauka við samning um viðskiptavakt við Arion banka hf. Arion banki mun samkvæmt viðaukanum setja fram kaup- og sölutilboð í hlutafé N1 alla viðskiptadaga í viðskiptakerfi NASDAQ Iceland hf. og skal fjárhæð hvers tilboðs að lágmarki vera kr. 500.000. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og skal frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki vera meira en 3%. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Breytist verð á hlutabréfum í N1 innan dagsins um meira en 10% er Arion banka heimilt að tvöfalda hámarks mun á kaup- og sölutilboðum það sem eftir er dagsins. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem Arion banki er skuldbundinn til að kaupa eða selja í sjálfvirkri pörun skal vera kr. 200.000.000 að markaðsvirði. Að öðru leyti gilda önnur ákvæði samningsins óbreytt.

Nánari upplýsingar veita Eggert Þór Kristófersson, forstjóri, (eggert@n1.is) og Pétur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (peturh@n1.is).