Nýherji hf. eflir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins


Nýherji hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt með hlutabréfum útgefnum af Nýherja hf. sem skráð eru á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Eldri samningur er frá október 2011. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningurinn kveður á um að Landsbankinn skuli fyrir eigin reikning leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Nýherja hf. á hverjum viðskiptadegi Nasdaq Iceland. Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 400.000 hlutir. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi eru 1.200.000 hlutir. Landsbankinn tryggir að verðbil milli kaup- og sölutilboða sem sett eru fram í viðskiptavakt nemi að hámarki 2,5% og að frávik þeirra frá síðasta viðskiptaverði sama dags sé ekki meira en 3%. Samningurinn er ótímabundinn og er uppsegjanlegur af beggja hálfu með eins mánaðar fyrirvara.

  

NÝHERJI HF.

Nýherji hf. (NASDAQ OMX: NYHR.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Nýherji er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá móðurfélaginu starfa 250 manns en hjá samstæðunni um 500. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, TEMPO og Applicon, á Íslandi og í Svíþjóð. Hlutabréf Nýherja eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.nyherji.is


Nánari upplýsingar

Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is.

Til athugunar fyrir fjárfesta:

Nýherji vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.