Fjármál Reykjaneshafnar


Í tilkynningu Reykjaneshafnar dags. 1. desember 2015 kom fram að allir þekktir kröfuhafar Reykjaneshafnar sem ættu skuldbindingar sem væru fallnar í gjalddaga hefðu samþykkt að veita greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 15. janúar 2016.

Síðastliðnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli Reykjaneshafnar og kröfuhafaráðs með það að augnamiði að endurskipuleggja fjármál Reykjaneshafnar og er sú vinna enn yfirstandandi. Útséð er að lausn við greiðsluvanda Reykjaneshafnar náist ekki innan fyrrnefndra tímarka og hafa því Hafnarstjórn Reykjaneshafnar og kröfuhafaráð komist að samkomulagi um framlengingu á samþykktum greiðslufrest og kyrrstöðutímabili til og með 31. janúar 2016.