Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör

Afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2016


  • Hagnaður var 423 m.kr.
  • Afkoma af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 48 m.kr.
  • Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 444 m.kr.

Hermann Björnsson, forstjóri:
„Afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi var viðunandi. Eins og undanfarna fjórðunga helgast það af góðri arðsemi fjárfestingareigna. Skaðatryggingarekstur er hins vegar þungur þar sem iðgjöld og fjárfestingartekjur af vátryggingaskuld duga ekki til að greiða fyrir tjón og rekstrarkostnað. Í sögulegu tilliti er slíkt ekki óalgengt þegar vel árar í efnahagslífinu þar sem aukin tjón fylgja auknum vexti og hraða samfélagsins. Samsett hlutfall var 106,9% á fjórðungnum en skv. lengri tíma markmiðum er stefnt á 95%. Í birtum horfum fyrir afkomu ársins 2016 er gert ráð fyrir að samsett hlutfall verði 98-100% og að hagnaður verði á bilinu 2 til 2,4 milljarðar króna. Niðurstaða fyrsta ársfjórðungs gefur ekki tilefni til að breyta þeim viðmiðum nú“ segir Hermann.

Fjárfestingar

Ávöxtun eignasafns félagsins nam 2,1% á ársfjórðungnum. Hlutabréf skiluðu mestri ávöxtun eða 3,5%. Helsta breyting á fjárfestingarsafni félagsins á fjórðungnum var að félagið jók laust fé en minnkaði eign sína í ríkisskuldabréfum og hlutabréfum.

 

Helstu niðurstöður og lykiltölur 1F 2016 1F 2015 %
Iðgjöld tímabilsins 3.584 3.459 3,6% 
Eigin iðgjöld 3.403 3.291 3,4% 
Heildar fjárfestingartekjur 709 1.040 - 31,8%
Þar af fjárfestingartekjur af vátryggingaskuld 199 205 -2,7%
Heildartekjur 4.123 4.341 - 5,0%
Tjón tímabilsins -2.692 -2.615 2,9%
Eigin tjón -2.735 -2.620 4,4%
Rekstrarkostnaður -992 -897 10,6%
Afskrift óefnislegra eigna 0 -115  
Heildargjöld -3.727 -3.632 2,6%
Afkoma fyrir skatta 396 708  
Afkoma eftir skatta 423 624  
       
Tjónahlutfall 75,1%  75,6%   
Endurtryggingahlutfall 6,0%  4,7%   
Kostnaðarhlutfall 25,8%  24,0%   
Samsett hlutfall 106,9%  104,3%   
       
Ávöxtun eigin fjár 10,5%  15,5%   
Hagnaður á hlut 0,27 0,39  

  

Eignir 2016 2015
Fjárfestingar 33.400  33.785 
Viðskiptakröfur 5.940  4.078 
Handbært fé 1.554  1.385 
Heildareignir 43.185  41.435 
Eigið fé samtals 15.940  16.291 
Eiginfjárhlutfall 36,9%  39,3% 
Gjaldþolshlutfall SII 1,83  1,86 

  

Fjárhæðir eru í milljónum króna

  

Kynningarfundur 29. apríl kl. 08:30
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2016 föstudaginn 29. apríl kl. 08:30 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

 


Attachments

Sjóvá Fréttatilkynning - Afkoma 3M 2016.pdf Sjóvá Árshlutareikningur -  31.03.2016.pdf