Endurskoðun samsetningar First North 25 vísitölunnar


Reykjavík, 23. júní, 2016 – Nasdaq (NASDAQ:NDAQ) tilkynnir í dag niðurstöður endurskoðunar á First North 25 vísitölunni (Auðkenni: FN25), sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi föstudaginn 1. júlí 2016.

Ný félög í vísitölunni verða Cinnober Financial Technology (CINN), Catena Media P.L.C (CTM), DistIT AB (DIST), Suomen Hoivatilat Oyj (HOIVA), Immunovia AB (IMMNOV), LeoVegas AB (LEO) en félögin Absolent Group AB (ABSO), AGES Industri AB ser. B (AGES B), Impact Coatings AB (IMPC), Robit Oyj (ROBIT) fara úr henni. Hampiðjan (HAMP) er eina íslenska félagið í vísitölunni.

First North 25 er vísitala þeirra 25 félaga sem eru stærst og mest er átt viðskipti með á Nasdaq First North markaðnum og er endurskoðuð tvisvar á ári, í janúar og júlí.

Samsetning FN 25 vísitölunnar frá og með 1. júlí 2016 verður eftirfarandi:

Catella AB ser. B Magnolia Bostad AB
Catena Media P.L.C Nexam Chemical Holding AB
Cinnober Financial Technology PledPharma AB
Clavister Holding AB PowerCell Sweden AB
Delarka Holding AB Prime Living AB
Detection Technology Oyj Starbreeze AB A
DistIT AB Starbreeze AB B
Evolution Gaming Group AB Stendorren Fastigheter AB
Hampiðjan hf. Suomen Hoivatilat Oyj
Immunicum AB Verkkokauppa.com Oyj
Immunovia AB Vostok Emerging Finance Ltd
Kambi Group plc XVIVO PERFUSION AB
LeoVegas AB

   #

 

Um Nasdaq vísitöluvörur

Nasdaq Global Indexes hefur síðan 1971 kynnt til sögunnar nýstárlegar, leiðandi og gagnsæjar vísitölur. Vísitölurnar okkar spanna lönd og eignaflokka og innihalda ýmiskonar vísitölufjölskyldur eins og Dividend Achievers, Global, Nordic, Green Economy, Sharia og Commmodity. Við bjóðum stöðugt upp á ný tækifæri fyrir fyrirtæki sem bjóða upp á fjármálaafurðir af alls kyns tagi og fyrir sjóðsstjóra til að meta áhættu og frammistöðu. Nasdaq Global Indexes býður einnig upp á sérsniðna vísitöluþjónustu sem og lausnir til valinna fjármálafyrirtækja. Frekari upplýsingar um vísitölur Nasdaq má finna hér  https://indexes.nasdaqomx.com/.

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,600 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 9.6 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/ 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

         Fjölmiðlar:
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         8689836


Attachments

2016_0623_FN25Index_ Endurskoðun ISL.pdf