Birting lýsingar


Vátryggingafélag Íslands hf. hefur birt lýsingu, sem samanstendur af verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, dagsetta 20. júlí 2016. Lýsingin er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf þess verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu.

Lýsingin er gefin út á íslensku. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast á skrifstofu útgefanda að Ármúla 3, 108 Reykjavík, í 12 mánuði frá staðfestingu hennar. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu útgefanda, http://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestar/.

Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnvirði 2.500.000.000 íslenskra króna og er heildarstærð flokksins hin sama. Öll skuldabréfin hafa verið seld. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. í 20.000.000 kr. einingum. ISIN númer bréfanna er IS0000026755.

Skuldabréfin eru verðtryggð vaxtagreiðslubréf, gefin út til 30 ára með einum gjalddaga höfuðstóls í lokin. Viðmiðunarvísitala er dagvísitala sem er reiknuð út frá vísitölu neysluverðs á Íslandi (NEY), sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Grunnvísitala skuldabréfanna er dagvísitalan 29. febrúar 2016, sem er 428,46667. Skuldabréfin bera 5,25% fasta ársvexti, sem greiðast þann 1. mars og 1. september ár hvert, fyrst þann 1. september 2016 og síðast 1. mars 2046. Vextir hækka um 1% (1 prósentustig) að liðnum 10 árum frá útgáfudegi skuldabréfanna og verða þá 6,25% fastir ársvextir. Útgáfudagur skuldabréfanna var 29. febrúar 2016.

Vátryggingafélag Íslands hf. hefur óskað eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ Iceland hf. og mun verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Óskað hefur verið eftir því að auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ Iceland hf. verði VIS 16 1.

Stjórn Vátryggingafélag Íslands hf.


Attachments

VIS 16 1 - Lýsing.pdf