Flutningatölur júlí 2016


Í júlí flutti félagið 491 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 18% fleiri en í júlí á síðasta ári. Farþegafjöldinn er sá mesti í einum mánuði frá stofnun félagsins. Sætanýtingin var 87,7% samanborið við 88,9 % í júlí í fyrra.  Framboðsaukning á milli ára nam 22%.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 35 þúsund í júlí. Framboð félagsins jókst um 14% samanborið við 2015. Sætanýting nam 71,6% og lækkaði um 5,9 prósentustig á milli ára. Skýrist það að mestu af nýjum áfangastað á Grænlandi sem enn er verið að skapa markað fyrir. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi var sá sami og á síðasta ári.  Fraktflutningar jukust um 1% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 7% á milli ára. Herbergjanýting var 90,8% samanborið við 90,4% í júlí í fyrra.

  

MILLILANDAFLUG JÚL 16 JÚL 15 BR. (%) ÁTÞ 16 ÁTÞ 15 BR. (%)
Fjöldi farþega 491.007 414.678 18% 2.040.371 1.714.712 19%
Sætanýting 87,7% 88,9% -1,3 %-stig 82,1% 82,9% -0,8 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.697,0 1.395,6 22% 7.519,6 6.180,6 22%
             
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG JÚL 16 JÚL 15 BR. (%) ÁTÞ 16 ÁTÞ 15 BR. (%)
Fjöldi farþega 35.016 33.492 5% 178.737 171.473 4%
Sætanýting 71,6% 77,6% -5,9 %-stig 71,6% 73,3% -1,7 p%-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 22,8 20,1 14% 90,6 84,7 7%
             
LEIGUFLUG JÚL 16 JÚL 15 BR. (%) ÁTÞ 16 ÁTÞ 15 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 100,0% 100,0% 0,0 %-stig
Seldir blokktímar 2.169 2.180 0% 13.890 13.235 5%
             
FRAKTFLUTNINGAR JÚL 16 JÚL 15 BR. (%) ÁTÞ 16 ÁTÞ 15 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.428 8.349 1% 61.794 57.460 8%
             
HÓTEL JÚL 16 JÚL 15 BR. (%) ÁTÞ 16 ÁTÞ 15 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 45.647 42.842 7% 201.929 192.939 5%
Seldar gistinætur 41.469 38.743 7% 163.134 153.105 7%
Herbergjanýting 90,8% 90,4% 0,4 %-stig 80,8% 79,4% 1,4 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 

 

 


Attachments

Traffic Data - July 2016.pdf