Reglubundin tilkynning um kaup VÍS á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun. Kaupum skv. endurkaupaáætlun lokið


 

Í 32. viku 2016 keypti Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) 2.272.043 eigin hluti fyrir kr. 16.994.441 eins og hér segir:
           
Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð Eigin hlutir VÍS eftir viðskipti
8.8.2016 14:41 1.500.000 7,49 11.235.000 69.227.957
8.8.2016 14:41 772.043 7,46 5.759.441 70.000.000
Samtals   2.272.043   16.994.441  
           
           
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 25. apríl 2016, sbr. og tilkynningu til Kauphallar dags. 24. apríl 2016.

Endurkaupum lokið

Vísað er til tilkynningar Vátryggingafélags Íslands hf. til Aðalmarkaðar um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess, dags. 24. apríl 2016. Eins og greint var frá í þeirri tilkynningu er sú endurkaupaáætlun sem lauk í dag fjórða endurkaupaáætlun félagsins frá því aðalfundur 2014 veitti slíka heimild.

Aðalfundur 12. mars 2015 veitti stjórn heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun þess efnis að kaupa allt að 10% af hlutum félagsins á 18 mánuðum.

Þann 30. apríl 2015 ákvað stjórn VÍS að kaupa mætti eigin hluti fyrir allt að 1.000.000.000 kr. að markaðsvirði. Því var lokið sjö mánuðum síðar. Þá höfðu 4,88% af útgefnu hlutafé félagsins verið keypt eða tæplega helmingur þess sem aðalfundur hafði heimilað.

Þann 24. apríl 2016 ákvað stjórn VÍS að halda endurkaupum áfram. Samkvæmt þeirri endurkaupaáætlun var áætlað að kaupa að hámarki hluti að nafnverði kr. 70.000.000 eða sem samsvarar 3,05% af útgefnu hlutafé félagsins. Fjárhæð endurkaupanna skyldi þó ekki verða hærri en kr. 600.000.000 og gilti heimildin til 12. september 2016. Reglubundnar tilkynningar til markaðarins um kaup VÍS á eigin bréfum hafa upplýst um framgang kaupanna. Framkvæmd endurkaupaáætlunar þessarar er nú lokið. Samtals hafa verið keyptir 70.000.000 hlutir í félaginu sem samsvarar 3,05 % af útgefnu hlutafé. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 548.691.902.  VÍS á nú samtals 3,05% af heildarhlutafé félagsins sem er 2.296.436.567.
      

Endurkaupáætlunin var framkvæmd í samræmi við II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.


Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri í síma 560-5000 og í netfangi:fjarfestatengsl@vis.is.