Nýtt lánshæfismat Kópavogsbæjar

Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar


Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar um eitt þrep í mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar í i.A1 úr i.A2. Þessi hækkun er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutalls og styrkingu efnahags sveitarfélagsins, góðs rekstrar, góðrar eftirspurnar eftir lóðum og ágætum horfum í efnahagsmálum.

„Tíðindin eru ánægjuleg en koma ekki á óvart. Þessi niðurstaða er í samræmi við þá stefnu sem við höfum sett í rekstri sveitarfélagsins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Bjart er framundan í fjármálum sveitarfélagsins og innviðir traustir en mikilvægt er að haldið verið vel utan um kostnað og fjárfestingar segir í greiningu Reitunar. Samkvæmt áætlun Kópavogsbæjar er gert ráð fyrir að skuldahlutfall fari undir 150% 2018 en í skýrslunni segir að flest bendi til að það gerist á næsta ári, 2017, og mun sú lækkun hækka lánshæfismat frekar að óbreyttu.


Attachments

Lánshæfismat Kópavogs2016.pdf