N1 hf: Aukin umferð og fjölgun ferðamanna umfram væntingar


Samkvæmt drögum að uppgjöri 3. ársfjórðungs 2016 hjá N1 hf. er aukning í seldum lítrum í bifreiðaeldsneyti umfram áætlanir sem og sala annarra vara á þjónustustöðvum félagsins. Aukningin er að mestu tilkomin af fjölgun ferðamanna, sem hefur verið umfram væntingar stjórnenda félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrirliggjandi drögum er áætlaður um 1.450 m.kr. á 3F 2016 sem er umtalsvert betri EBITDA en á 3F 2015. Á 3F 2015 lækkaði olíuverð mikið sem hafði neikvæð áhrif á rekstur félagsins en á 3F 2016 hækkaði olíuverð lítillega.

Hækkun á EBITDA spá 2016

Í ljósi ofangreinds gerir félagið nú ráð fyrir að EBITDA ársins 2016 verði 3.450 - 3.550 m.kr. Sú spá gerir ráð fyrir því að olíuverð verði tiltölulega stöðugt og að gengi USD/ISK verði í kringum 115.

Árshlutareikningur 3. ársfjórðungs 2016 verður birtur 27. október næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@n1.is)


Attachments

N1 hf - Afkomuviðvörun Q3 2016