Fjárhagsáætlun Kópavogs 2017


Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020.

Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall.

A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 136 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlunni. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 259 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.

Lagt er til að fasteignaskattur lækki fimmta árið í röð, verði 0,255% í stað 0,260% áður og að holræsagjald lækki úr 0,169% í 0,14%.

Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 55,2% á næsta ári af rekstrartekjum bæjarins. Hlutfallið er tæplega 51% árið 2016 og er hækkunin tilkomin vegna launahækkana og hækkunar launatengdra gjalda undanfarin misseri.

 

 


Attachments

Þriggja ára áætlun 2018_til_2020-fyrri.pdf Áætlun 2017-fyrri umræða.pdf