Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


 

Í viku 52 keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 1.038.132 eigin hluti að kaupverði 15.675.793 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: 

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.)
27.12.2016 14:24:32 19.066 15,10 287.897
28.12.2016 10:34:53 19.066 15,10 287.987
29.12.2016 12:20:18 700.000 15,10 10.570.000
29.12.2016 14:39:02 300.000 15,10 4.530.000
            Samtals   1.038.132   15.675.793

 

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 3. október 2016.

Sjóvá átti 55.392.317 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 56.430.449 eigin hluti eða sem nemur 3,61% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 31.737.566 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 2,03% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 445.273.628 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 131.550.793 hlutum eða sem nemur 8,42% af útgefnum hlutum í félaginu, en þó má heildarkaupverð ekki vera hærra en 1.700.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2017, en þó aldrei lengur en til 11. mars 2017, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hermann Björnsson, forstjóri s. 440-2000