Sjóvá: Leiðrétting vegna fréttar 4. júlí 2016 kl. 10:33:57 CEST

Leiðrétting við tilkynningar um kaup Sjóvá á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Komið hefur í ljós að í ofangreindri reglubundinni tilkynningu um kaup Sjóvá á eigin bréfum í viku 26 árið 2016 vantaði ein viðskipti. Um er að ræða eftirfarandi viðskipti sem áttu sér stað 27. júní 2016 (vika 26).

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.)
27.6.2016 11:55:18 605.522 11,66 7.060.387

 

Þetta leiddi til þess að uppgefinn fjöldi eigin hluta fyrir viðskiptin og fjöldi eigin hluta eftir viðskipti, sem og hlutfall þeirra af heildarfjölda hluta félagins og heildarkaupverð voru ekki rétt í reglubundnum tilkynningum um kaup Sjóvá á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun sem birtar voru frá og með 4. júlí 2016 til og með 9. janúar 2017. Um er að ræða eftirfarandi tilkynningar:

11-07-2016, kl.10:59, 18-07-2016, kl.11:11, 25-07-2016, kl. 11:00, 01-08-2016, kl.14:46. 08-08-2016, kl. 11:00, 15-08-2016, kl. 11:00, 22-08-2016, kl. 11:00, 29-08-2016, kl 11:00, 05-09-2016, kl. 10:55, 12-09-2016, kl. 11:00, 19-09-2016, kl.11:06, 26-09-2016, 11:00, 30-09-2016, kl. 18:58, 10-10-2016, kl. 11:00, 17-10-2016, 11:00,24-10-2016, kl.10:19, 31-10-2016, kl. 10:00, 07-11-2016, kl. 09:55, 14-11-2016, kl. 10:00, 21-11-2016, kl.10:00, 28-11-2016, kl.10:00, 05-12-2016, kl. 10:00, 12-12-2016, kl.10.00, 19-12-2016, kl.10:00, 27-12-2016, kl.09:58, 02-01-2017, kl.13:43., 09-01-2017, kl.10.00. ATH að tímasetningar eru allar CEST.

Í framangreindum tilkynningum breytast upplýsingar um fjölda eigin hluta Sjóvár fyrir og eftir viðskipti til hækkunar sem og hlutfall af heildarhlutafé, sem nemur þeim viðskiptum sem vantaði og greint er frá hér að ofan ef frá er talin tilkynning frá 4. júlí 2016 þar sem fjöldi eigin hluta fyrir viðskiptin er réttur.

Í nýjustu tilkynningu Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun sem birt var þann 9. janúar 2017 kl.10.00 CEST kom fram að Sjóvá ætti 56.430.449 eigin hluti fyrir viðskiptin og ættu að þeim loknum 57.489.918 eigin hluti eða sem nemur 3,68% af útgefnum hlutum í félaginu.

Miðað við ofangreinda leiðréttingu breytast hlutföll og samtölur í tilkynningunni 9. janúar 2017 með eftirfarandi hætti:

Sjóvá átti 57.035.971 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 58.095.440 eigin hluti eða sem nemur 3,72% af útgefnum hlutum í félaginu.