Farice - Aukið tap vegna styrkingar íslensku krónunnar


Tekjur Farice lækkuðu árið 2016 vegna lækkunar félagsins á verði til innlendra fjarskiptafélaga. Þrátt fyrir tekjuminnkun var tap fyrrihluta árs 2016 nánast hið sama og fyrrihluta árs 2015. Á síðari hluta ársins 2016 styrktist íslenska krónan verulega sem endurspeglast í  hærri fjármagnskostnaði.

Tap félagsins nam EUR 11 milljónum, EBITDA var EUR 7,2 milljónir, afskriftir EUR 7,2 milljónir og fjármagnskostnaður EUR 11 milljónir. Eiginfjárhlutfall í árslok 2016 var 34%.

Þar sem félagið gerir upp í EUR hefur styrking íslensku krónunnar enn eitt árið neikvæð áhrif á afkomu félagsins og aldrei meiri en á árinu 2016.  Langstærsta skuld félagsins er skuldabréfaflokkur í ISK og styrking krónunnar hefur því verulega neikvæð áhrif á reiknaðan fjármagnskostnað auk þess sem allur innlendur kostnaður hækkar. Reiknað gengistap á höfuðstól skuldabréfaflokksins var EUR 7 milljónir árið 2016  samanborið við EUR 2 milljóna gengishagnað í janúar 2017. Ekki er möguleiki á uppgreiðslu skuldabréfaflokksins fyrr en í apríl 2019.

Nánari upplýsingar veitir Ómar Benediktsson í síma 585 9701.


Attachments

Farice ehf Financial Statement 2016 signed.pdf