Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2016


Afkoma af fjárfestingastarfsemi umfram væntingar
Vátryggingarekstur á réttri leið 

Hagnaður ársins 2.690 m.kr.

  • Samsett hlutfall 100,9%
  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 646 m.kr.
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 2.459 m.kr.
  • Afkoma fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna lækkar úr 3.935 m.kr. árið 2015 í 3.105 m.kr. árið 2016
  • Heildarhagnaður ársins 2.690 m.kr. eða 1,75 kr. á hlut
  • Ávöxtun verðbréfasafns 10,1% á árinu
  • 15,9% arðsemi eigin fjár
  • Horfur fyrir árið 2017 gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði á bilinu 97-99% og að hagnaður fyrir skatta verði meiri en 2.500 m.kr. 
  • Stjórn leggur til arðgreiðslu sem nemur 1,75 kr. á hlut eða um 2.600 m.kr.

Hagnaður 1.124 m.kr. á fjórða ársfjórðungi

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 176 m.kr.
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.113 m.kr.
  • Ávöxtun verðbréfasafns 3,8%
  • Ávöxtun af verðbréfasafni var umfram væntingar m.a. vegna endurmats á óskráðum eignum

Hermann Björnsson, forstjóri:
„Afkoma Sjóvár fyrir árið 2016 var óvenju góð sem helgast fyrst og fremst af ávöxtun fjárfestingareigna sem var umfram væntingar. Afkoman af vátryggingastarfsemi fyrir árið var ekki langt frá birtum horfum í upphafi síðasta árs. Aðgerðir á liðnu ári til lækkunar á samsettu hlutfalli báru árangur og við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Tjónshlutfallið er hærra en við teljum ásættanlegt en þar hafa aukin umsvif í þjóðfélaginu áhrif. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur þar líka sitt að segja. Aukningin á milli ára í umferð um hringveginn í fyrra var sú mesta frá upphafi mælinga og vísbendingar eru um að sú þróun muni halda áfram.

Innviðirnir verða að fylgja þessari stórauknu umferð því með henni aukast líkur á alvarlegu slysi en slys á erlendum ferðamönnum eiga sér flest stað í dreifbýli. Alvarlegum umferðarslysum sem ferðamenn lenda í hefur fjölgað meira en sem nemur fjölgun ferðamanna undanfarin tvö ár og það er þróun sem við eigum ekki að sætta okkur við. Það er forgangsmál að tryggja öryggi allra sem ferðast um landið með forvörnum og frekari fjárfestingum í vegakerfinu og öðrum innviðum,“ segir Hermann.

Helstu niðurstöður og lykiltölur 

  4F 2016 4F 2015 % 2016 2015 %
Iðgjöld tímabilsins 4.051 3.490 16% 15.399 14.076 9,4%
Eigin iðgjöld 3.841 3.263 18% 14.488 13.317 8,8%
Fjárfestingartekjur 1.359 1.208 13% 3.434 4.623 -25,7%
Þar af fjárfestingartekjur af vátryggingaskuld 183 46 298% 777 751 3,5%
Heildartekjur 5.243 4.477 17% 18.072 17.992 0,4%
Tjón tímabilsins -3.008 -3.382 -11% -11.259 -11.239 0,2%
Eigin tjón -2.999 -2.898 4% -11.261 -10.596 6,3%
Rekstrarkostnaður -954 -836 14% -3.706 -3.462 7,1%
Afskrift óefnislegra eigna -10 -3.519   -39 -3.830  
Heildargjöld -3.964 -7.254   -15.007 -17.888  
Afkoma fyrir skatta 1.279 -2.776   3.065 105  
Afkoma eftir skatta 1.124 -2.016   2.690 657  
             
Tjónahlutfall 74,2% 96,9%   73,1% 79,8%  
Endurtryggingahlutfall 3,9% -7,6%   5,0% 0,4%  
Kostnaðarhlutfall 22,0% 25,8%   22,8% 23,6%  
Samsett hlutfall 100,1% 115,2%   100,9% 103,9%  
Ávöxtun eigin fjár 26,6% -23,2%   15,9% 3,9%  
Hagnaður á hlut 0,73 -1,28   1,75 0,42  
             
          2016 2015  
Verðbréf       36.204  33.785   
Viðskiptakröfur       4.339  4.078   
Handbært fé       1.063  1.385  
Heildareignir       43.303  41.435   
Eigið fé       17.454  16.291   
Eiginfjárhlutfall       40,3%  39,3%   
Gjaldþolshlutfall SII       1,91  1,86   
Gjaldþolshlutfall SII eftir arðgreiðslu     1,61 1,79  

  Fjárhæðir eru í milljónum króna
 

Kynningarfundur 16. febrúar kl. 16:15
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi á árinu 2016, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Aðalfundur 17. mars kl. 15:00 
Aðalfundur Sjóvár verður haldinn föstudaginn 17. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 6. hæð.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.

--------

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir árið 2016 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 16. febrúar 2017.

 


Attachments

Sjóvá - Ársreikningur samstæðu 2016.pdf Sjóvá - Fréttatilkynning um afkomu 2016.pdf