Vátryggingafélag Íslands hf. - Ársuppgjör 2016

Afkoma VÍS á árinu 2016


Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2016 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. febrúar 2017.  Verður ársreikningurinn lagður fyrir aðalfund þann 15. mars 2017 til staðfestingar.

Helstu niðurstöður ársins 2016

  • Hagnaður ársins 2016 nam 1.459 m.kr. samanborið við 2.076 m.kr. hagnað árið 2015.
  • Samsett hlutfall var 101,7% en var 101,5% árið áður.
  • Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.997 m.kr. samanborið við 4.076 m.kr.árið 2015.
  • Hagnaður á hlut nam 0,65.
     

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs

  • Hagnaður tímbilsins nam 867 m.kr. samanborið við 86 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Samsett hlutfall var 100,4% en var 92,2% í fyrra.
  • Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 959 m.kr. samanborið við 1.103 m.kr. á sama tíma 2015.
     

Jakob Sigurðsson, forstjóri

Það er jákvætt að iðgjöld eru farin að aukast eftir nokkurra ára stöðnun, en eigin iðgjöld jukust um 10,2% á milli ára. Vöxturinn kemur til bæði vegna hærra meðaliðgjalds og fjölgunar skírteina.  Viðskiptavinum félagsins er að fjölga og einnig eru núverandi viðskiptavinir í meiri viðskiptum við okkur en áður.  Samsett hlutfall er heldur hærra en það var árið 2015, og það verður áfram verkefni félagsins að ná því niður.  Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel við erfiðar markaðsaðstæður lengst af á árinu, og nam 7,1%.  Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starfsemi félagsins hefur neikvæð áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 641 m.kr. á árinu.

Á fjórða ársfjórðungi gekk rekstur félagsins ágætlega og nam hagnaðurinn 867 m.kr. sem er mesti hagnaður á einum fjórðungi síðan á þriðja ársfjórðungi 2013.  Góð afkoma skýrist af ágætri ávöxtun fjáreigna og betri afkomu af vátryggingarekstri en oft áður.

Nú stendur yfir rýni og endurskoðun á stefnu VÍS með víðtækri þátttöku stjórnar og starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að kynna niðurstöður þeirrar vinnu á vormánuðum. Auður VÍS liggur ekki síst í frábæru starfsfólki um allt land sem hefur unnið frábært starf í krefjandi verkefnum. Það er ekki síst þeim að þakka að VÍS er jafn öflugt félag og raun ber vitni.“ 

Tillaga stjórnar til aðalfundar um arðgreiðslu

Stjórn félagsins leggur til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,46 á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 1.023 milljónir króna.  Félagið sér vaxtartækifæri á markaðnum og telur arðstillöguna ekki skerða möguleika félagsins til nýtingar þeirra.

Horfur

Ágætur iðgjaldavöxtur var á árinu 2016 og er gert ráð fyrir að iðgjöld haldi áfram að vaxa á árinu 2017.  Reiknað er með að samsett hlutfall verði undir 100%.

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn hjá VÍS í Ármúla 3, 5. hæð, þann 17. febrúar n.k. kl. 8:30. Þar munu Jakob Sigurðsson forstjóri, Guðmar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Tryggvi Guðbrandsson forstöðumaður fjárfestinga kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt að honum loknum á vef VÍS: www.vis.is

Fjárhagsdagatal

Viðburður                                Dagsetning:

Aðalfundur 2017                           15. mars 2017

  1. ársfjórðungur                         2. maí 2017
  2. ársfjórðungur                    24. ágúst 2017
  3. ársfjórðungur                 24. október 2017

Ársuppgjör 2017                              8. vika 2017

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Herbertsdóttir í síma 660-5191 og í netfangi fjarfestatengsl@vis.is.

 


Attachments

Fréttatilkynning um afkomu VÍS 2016 12M.pdf VÍS.Samstæðuársreikningur 31.12.2016.pdf Stjórnarháttayfirlýsing Vátryggingafélags Íslands hf.v.2016.pdf