Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út staðlað form fyrir útgáfu skuldabréfa


Reykjavík, 8. mars, 2017 – Nasdaq Iceland (Kauphöllin) og Samtök atvinnulífsins hafa í sameiningu útbúið staðlað form fyrir útgáfu skuldabréfa (staðlaðir skilmálar). Skjalið getur gagnast fyrirtækjum við undirbúning skuldabréfaútgáfu. Markmiðið er að auðvelda útgáfu skuldabréfa og draga úr kostnaði við hana sem og að skjóta styrkari stoðum undir íslenskan skuldabréfamarkað. Skjalið er aðgengilegt á vef Nasdaq.

Gerð staðlaðra skilmála fyrir skuldabréfamarkaðinn var hluti af 10 markmiðum sem Kauphöllin setti sér í skýrslu um aukna virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar eftir víðtækt samráð við sérfræðinga á markaði.

Með stöðluðum skilmálum er átt við staðlaðan texta um hin ýmsu ákvæði sem til álita kemur að skuldabréf innihaldi. Um er að ræða eins konar valseðil og geta útgefendur valið af honum þau ákvæði sem við eiga og þær útfærslur sem þeir kjósa. Fordæmi eru fyrir ámóta skilmálum erlendis, m.a. í Svíþjóð og Finnlandi.

Leitað var til Arnaldar Hjartarsonar, aðjúnkts við lagadeild Háskóla Íslands, sem útbjó drög að skilmálunum og veitti ráðgjöf um útfærslu þeirra. Hliðsjón var höfð af núverandi markaðsframkvæmd hér á landi eins og hún birtist í skuldabréfaútgáfum undanfarinna missera. Jafnframt var litið til útgáfu sambærilegra skilmála á erlendum vettvangi og þeirra upplýsinga sem Nasdaq verðbréfamiðstöð áskilur við gerð útgáfulýsinga í tengslum við rafræna útgáfu skuldabréfa.

Hlekkur á skjalið: http://business.nasdaq.com/media/2017.03.08_Skilm%C3%A1lar_tcm5044-40992.pdf

#

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 85 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,800 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 10,1 billjón Bandaríkjadala og um það bil 18,000 viðskiptavina. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

 

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. 

         Fjölmiðlar:
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         8689836


Attachments

2017.03.08_Skilmálar.pdf