Fjármálaeftirlitið hefur metið VÍS hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf.


Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Vátryggingafélags Íslands hf. („VÍS“) á 21,8% hlut í Kviku banka hf. („Kvika“).

Fjármálaeftirlitið hefur metið VÍS hæft til að eiga og fara með allt að 33% eignarhlut í Kviku og til að fara með allt að 33% virkan eignarhlut í Akta sjóðum hf. og Júpíter rekstrarfélagi hf. með óbeinni hlutdeild.

Vísað er til tilkynninga VÍS frá 5. janúar og 6. janúar sl. í tengslum við kaup VÍS á rúmlega fimmtungshlut (21,8%) í Kviku. Fram kom í þeim tilkynningum að kaupin væru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins á hæfi VÍS til að fara með virkan eignarhlut í Kviku, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Í bréfi Fjármálaeftirlitsins kemur einnig fram að eftirlitið hafi til skoðunar hvort kaup VÍS á eignarhlut í Kviku leiði til þess að félögin myndi fjármálasamsteypu.

Frekari upplýsingar: Guðný Helga Herbertsdóttir, fjarfestatengsl@vis.is.