Framboð til stjórnar VÍS á aðalfundi 15. mars 2017


Framboðsfrestur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. rann út í dag kl. 16:00. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

 

Til aðalstjórnar:

Gestur Breiðfjörð Gestsson

Helga Hlín Hákonardóttir

Herdís Dröfn Fjeldsted

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir

Valdimar Svavarsson

 

Til varastjórnar:

Andri Gunnarsson

Sandra Hlíf Ocares

 

Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a hlutafélagalaga, og að allir frambjóðendur séu óháðir VÍS. Enginn hluthafi í VÍS á 10% hlutafjár í félaginu eða meira. Ekki þarf því að meta óhæði gagnvart stórum hluthöfum.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Það er því ljóst að stjórn er sjálfkjörin og ekki mun koma til atkvæðagreiðslu. Ákvæði laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll eru uppfyllt með skipan framangreindrar stjórnar.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi.


Attachments

Frambjóðendur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. á aðalfundi 2017.pdf