Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Hagnaður 1.100 m.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 136 m.kr.
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.024 m.kr.
  • Ávöxtun eignasafns félagsins 3,9%
  • Ávöxtun af skráðum hlutabréfum umfram væntingar eða 10% á tímabilinu

Hermann Björnsson, forstjóri:
„Sjóvá sendi frá sér fréttatilkynningu þann 10. apríl sl. um afkomu félagsins sem telst góð fyrir fyrsta árfjórðung eða 1.100 m.kr. Eins og oft áður er það góð afkoma af fjárfestingum, einkum skráðum hlutabréfum, sem drífur áfram hagnað tímabilsins. Merkjanlegur bati er á grunnrekstrinum frá sama tíma og í fyrra þar sem samsett hlutfall lækkar úr 106,9% í 103,5%. Sú afkoma getur samt sem áður ekki talist ásættanleg til lengri tíma og stefnt er að því að koma hlutfallinu í 97-99% í lok árs. Af þeim þremur mánuðum sem liðnir eru af árinu var afkoman fyrir janúar og febrúar mun betri en fyrir mars. Í þeim mánuði féllu til óvenju mörg stærri tjón. Mikilvægt er að fylgjast með tjónaþróun í þeim efnahagsuppgangi sem nú er og verðleggja áhættur rétt. Það á við um margar vátryggingagreinar en þó sérstaklega bifreiðatryggingar þar sem aukning umferðar er gríðarleg.“ segir Hermann.

Helstu niðurstöður og lykiltölur

  1F 4F 3F 2F 1F
  2017 2016 2016 2016 2016
Vátryggingastarfsemi          
Iðgjöld tímabilsins 3.849 4.051 4.073 3.691 3.584
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum -180 -210 -312 -208 -181
Eigin iðgjöld 3.669 3.841 3.761 3.482 3.403
           
Fjárfestingatekjur af vátryggingarekstri 276 183 191 204 199
           
Aðrar tekjur 16 43 91 4 11
           
Heildartekjur af vátryggingarekstri  3.961 4.067 4.044 3.690 3.613
           
Tjón tímabilsins -2.951 -3.008 -2.836 -2.723 -2.692
Hluti endurtryggjenda í tjónum tímabilsins 50 8 -7 40 -43
Eigin tjón -2.902 -2.999 -2.843 -2.684 -2.735
           
Rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri -924 -892 -808 -879 -928
           
Heildargjöld af vátryggingarekstri -3.825 -3.892 -3.651 -3.562 -3.664
           
Hagnaður/tap af vátryggingarekstri 136 175 394 128 -51
           
Fjárfestingastarfsemi          
Fjárfestingatekjur af fjárfestingastarfsemi 1.089 1.176 598 374 510
Rekstrarkostnaður af fjárfestingastarfsemi -65 -72 -60 -43 -63
           
Hagnaður af fjárfestingastarfsemi  1.024 1.104 538 331 446
           
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.159 1.279 932 458 396
           
Tekjuskattur -59 -156 -74 -173 27
           
Heildarhagnaður tímabilsins 1.100 1.124 858 286 423

  

  1F 4F 3F 2F 1F
  2017 2016 2016 2016 2016
           
Tjónahlutfall 76,6% 74,2% 69,6% 73,8% 75,1%
Endurtryggingahlutfall 3,0% 3,9% 5,6% 4,5% 6,0%
Kostnaðarhlutfall 24,0% 22,0% 19,8% 23,9% 25,8%
Samsett hlutfall 103,6% 100,2% 95,0% 102,2% 106,9%
           
Ávöxtun eigin fjár 26,7% 26,6% 20,7% 7,0% 10,5%
Hagnaður á hlut 0,75 0,75 0,56 0,18 0,27
Eigið fé 15.472 17.454 16.900 16.197 15.940
Gjaldþolshlutfall SII 1,56 1,91 1,95 1,93 1,83

 

Kynningarfundur 27. apríl kl. 16:15
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017, fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir fyrsta ársfjórðung var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 27. apríl 2017. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.


Attachments

Sjóvá Árshlutareikningur - 31.3.2017.pdf Sjóvá Fréttatilkynning - Afkoma 3M 2017.pdf