Lækkun hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.


Skráð hefur verið í fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði kr. 72.190.770, en á aðalfundi félagsins þann 17. mars sl. var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins um sem nam eigin hlutum félagsins þann 17. febrúar 2017 og þeim þannig eytt. Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjárins hefur nú verið fullnægt og lækkunin því verið framkvæmd.  

Skráð hlutafé Sjóvá-Almennra trygginga hf. eftir lækkunina er að nafnvirði kr. 1.490.245.997, en var fyrir lækkunina kr. 1.562.436.767 að nafnverði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda. Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.