VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2016


Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2016. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, gjaldþol og fjárhagslega stöðu.  Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

Með útgáfu skýrslunnar eru markaðsaðilum veittar upplýsingar sem er ætlað að auka skilning á starfsemi félagsins. Þar er fjallað um stjórnkerfi  félagsins, rekstur og afkomu af vátryggingastarfsemi og fjármálastarfsemi, skipulag og framkvæmd áhættustýringar, innri stjórnun og eftirlitskerfi, áhættusnið og aðferðir við mat á gjaldþolsstöðu og eiginfjárstýringu.

Það er von félagsins að skýrslan veiti markaðsaðilum, viðskiptavinum félagsins og öðrum lesendum góða innsýn í rekstur félagsins.

Hægt er að nálgast skýrsluna á fjárfestasíðu VÍS, https://vis.is/vis/starfsemi-og-rekstur/stjornkerfisskyrsla-sfcr/