Hlutafjárlækkun sem samþykkt var á aðalfundi 2017 hefur verið framkvæmd


Vátryggingafélag Íslands hf. vísar til tilkynningar til Aðalmarkaðar dags. 15. mars 2017 þar sem m.a. var greint frá niðurstöðum aðalfundar.

Aðalfundur 2017 samþykkti að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.296.436.567 að nafnverði í kr. 2.223.497.541 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að nafnverði kr. 72.939.026 sé þannig eytt.

Hlutafé félagsins hefur nú verið lækkað sem þessu nemur.

Minnt er á að lækkunin hefur engin áhrif á aðra hluti í félaginu en eigin hluti félagsins.