Flutningatölur maí 2017


Í maí flutti Icelandair 332 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 4% fleiri en í maí á síðasta ári. Framboðsaukning  í sætiskílómetrum nam 3%. Sætanýting var 81,1% og jókst um 2,9 prósentustig á milli ára. Farþegar Air Iceland Connect voru rúmlega 29 þúsund í maí sem er aukning um 12% á milli ára.  Framboð félagsins í maí var aukið um 3% samanborið við fyrra ár. Sætanýting nam 67,9% og samanborið við 67,2% í maí á síðasta ári. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 17% á milli ára.  Fraktflutningar í áætlunarflugi jukust um 7% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 11% miðað við maí 2016. Herbergjanýting var 77,0% en hún nam 79,4% í maí í fyrra.

  

ICELANDAIR MAÍ 17 MAÍ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 332.437 318.285 4% 1.260.198 1.105.464 14%
Sætanýting 81,1% 78,2% 2,9 %-stig 79,3% 79,2% 0,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.292,1 1.260,3 3% 4.863,6 4.202,8 16%
             
AIR ICELAND CONNECT MAÍ 17 MAÍ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 29.470 26.357 12% 127.369 118.057 8%
Sætanýting 67,9% 67,2% 0,7 %-stig 64,9% 69,9% -5,0 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 15,4 14,8 3% 69,4 59,5 17%
             
LEIGUFLUG MAÍ 17 MAÍ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 95,5% 97,2% -1,7 %-stig
Seldir blokktímar 2.046 1.754 17% 10.186 9.912 3%
             
FRAKTFLUTNINGAR MAÍ 17 MAÍ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 9.632 8.979 7% 43.317 44.125 -2%
             
HÓTEL MAÍ 17 MAÍ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 28.567 24.983 14% 136.207 119.968 14%
Seldar gistinætur 21.994 19.839 11% 106.259 90.996 17%
Herbergjanýting 77,0% 79,4% -2,4 %-stig 78,0% 75,9% 2,2 %-stig

                  

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Attachments

Traffic Data - May 2017.pdf