Flutningatölur júlí 2017


Í júlí flutti Icelandair 540 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 10% fleiri en í júlí á síðasta ári. Farþegafjöldinn er sá mesti í einum mánuði frá stofnun félagsins. Sætanýtingin var 88,4% samanborið við 87,5 % í júlí í fyrra.  Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 12% á milli ára. Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 37 þúsund í júlí og fækkaði um 1% á milli ára. Framboð félagsins jókst um 2% samanborið við 2016. Sætanýting nam 69,7% og lækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 15% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 41% frá því á síðasta ári, sem skýrist af aukningu í innflutningi til Íslands og flutningum um Ísland á milli Evrópu og N-Ameríku. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins fækkaði um 4% á milli ára. Herbergjanýting var 87,4% samanborið við 90,8% í júlí í fyrra.

   

ICELANDAIR JÚL 17 JÚL 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 540.475 489.163 10% 2.289.761 2.033.953 13%
Sætanýting 88,4% 87,5% 0,9 %-stig 82,7% 82,1% 0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.906,9 1.696,5 12% 8.560,4 7.508,0 14%
             
AIR ICELAND CONNECT JÚL 17 JÚL 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 36.550 36.892 -1% 197.078 185.235 6%
Sætanýting 69,7% 71,2% -1,4 %-stig 66,3% 69,6% -3,3 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 26,7 26,3 2% 117,4 104,9 12%
             
LEIGUFLUG JÚL 17 JÚL 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 96,7% 96,4% 0,3 %-stig
Seldir blokktímar 2.489 2.169 15% 15.151 13.890 9%
             
FRAKTFLUTNINGAR JÚL 17 JÚL 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.778 7.624 41% 65.004 60.692 7%
             
HÓTEL JÚL 17 JÚL 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 45.647 45.647 0% 222.080 201.929 10%
Seldar gistinætur 39.882 41.469 -4% 178.303 163.134 9%
Herbergjanýting 87,4% 90,8% -3,5 %-stig 80,3% 80,8% -0,5 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 


Attachments

Traffic Data - July 2017.pdf