Skiptiútboð óverðtryggðra ríkisbréfa RIKB 22 1026 & RIKB 28 1115


Föstudaginn 22. september kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi. 

Boðin verða til sölu óverðtryggð bréf í flokkunum RIKB 28 1115 og RIKB 22 1026. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði. 

Athugið að aðeins er hægt að kaupa bréf í RIKB 22 1026 og í RIKB 28 1115 með sölu á RIKB 19 0226, sem fellur á gjalddaga 26. febrúar 2019. Lánamál ríkisins kaupa RIKB 19 0226 á fyrirfram ákveðnu verði þ.e. hreina verðinu 104,956 (110,062164 með áföllnum vöxtum m.v. 100 kr. nafnverðseiningu) m.v. uppgjör 27. september 2017. Til skýringar, jafngildir verðið 5,00% í ávöxtunarkröfu. Andvirði bréfanna ásamt áföllnum vöxtum kemur þá sem greiðsla fyrir kaupum á nýjum bréfum. 

Lánamál ríkisins áskilja sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð sem berast, að hluta eða hafna þeim öllum. Einungis aðalmiðlurum ríkisverðbréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði. 

Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast aðalmiðlurum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ræður söluverðinu. Að öðru leyti er vísað í útboðsskilmála sem fylgja þessari frétt. 

 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er miðvikudagurinn 27. september 2017. 

 

Nánari upplýsingar veitir Laufey Birna Ómarsdóttir, Lánamálum ríkisins, í síma 569 9631.


Attachments

Utbodsskilmalar.22_sept.17.pdf Frett_20.sept.2017.pdf