VÍS – Breyting á endurkaupaáætlun, endurkaupum hætt


Stjórn Vátryggingafélags Íslands (VÍS) hefur tekið ákvörðun um að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun, sem tilkynnt var um til Kauphallar þann 15. september 2017. Gildistíma áætlunarinnar er því breytt þannig að henni lýkur í dag.    

VÍS átti í lok viku 7 samtals 20.855.234 eigin hluti eða sem nemur 0,94% af útgefnum hlutum í félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga“.

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.