Landsbankinn hf. lauk í dag lokuðu útboði á þremur víxlaflokkum; LBANK 180910, LBANK 181010 og LBANK 190410.

Heildartilboð í útboðinu voru 26 talsins og námu samtals 5.080 m. kr.

Átta tilboð að fjárhæð 1.420 m. kr. bárust í flokkinn LBANK 180910 og voru vextir tilboða á bilinu 4,25%-4,35%. Tilboðum var tekið að fjárhæð 720 m. kr. á 4,33% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu 98,1930.

Sextán tilboð að fjárhæð 3.520 m. kr. bárust í flokkinn LBANK 181010 og voru vextir tilboða á bilinu 4,25%-4,39%. Tilboðum var tekið að fjárhæð 2.220 m. kr. á 4,34% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu 97,8415.

Tvö tilboð að fjárhæð 140 m. kr. bárust í flokkinn LBANK 190410 og voru vextir tilboða á bilinu 4,55%-4,60%. Engum tilboðum var tekið í flokkinn.

Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 10. apríl 2018.

Nánari upplýsingar um víxlana má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, www.landsbankinn.is/vixlar.