Source: Eik fasteignafélag hf.

Eik fasteignafélag: Nýr framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs

Guðbjartur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf. Guðbjartur lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 1998, árið 2004 lauk Guðbjartur B.Sc. prófi í byggingafræði frá Vitus Bering CVU í Horsens í Danmörku og hlut réttindi sem húsasmíðameistari sama ár. Árið 2006 lauk hann prófi sem  löggiltur mannvirkjahönnuður og árið 2010 sem viðurkenndur BREEAM vottunaraðili.

Guðbjartur hefur gegnt starfi verkefnastjóra hjá Eik fasteignafélagi frá árinu 2017, starfaði hjá VSÓ ráðgjöf á árunum 2005-2017 og starfaði sem húsasmiður hjá dönskum verktökum samhliða námi í Danmörk á árunum 2001-2003. Þá var Guðbjartur stundakennari í framkvæmdafræði og gerð verk- og kostnaðaráætlana við Háskólann í Reykjavík, prófdómari byggingafræðinema á árunum 2013-2017, og dómkvaddur matsmaður hjá Héraðsdómi Reykjaness og Reykjavíkur á árunum 2008-2017.

Guðbjartur hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirliti og framkvæmdaráðgjöf, ásamt gerð verk- og kostnaðaráætlana.

"Eik fasteignafélag hefur notið reynslu og þekkingar Guðbjarts frá því að hann hóf störf hjá félaginu um mitt ár 2017. Á þeim tíma hefur hann vaxið í starfi og sannað sig sem mikilvægur liðsmaður í okkar hópi. Það er því afar gleðilegt að sjá hann stíga upp og taka við starfi framkvæmdastjóra" segir Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eikar.

Garðar vill þakka Pálínu Gísladóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Eikar fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum stað. Félagið þakkar þann mikla áhuga á félaginu sem fjölmargar góðar umsóknir í starfið báru vitni um.

Nánari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200