Flutningatölur júlí 2018


Fjöldi farþega Icelandair í júlí nam 519 þúsund og fækkaði þeim um 5% miðað við júlí á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 2%, en framboðnum sætum fækkaði um 3% á milli ára.  Skýrist munurinn af því að með auknu framboði til N-Ameríku hefur meðalfluglengd í km. aukist milli ára, eða sem nemur 5%.  Sætanýting var 85,3% samanborið við við 89,2% í júlí á síðasta ári. Í júlí er sama þróun og var á öðrum ársfjórðungi. Sala á áfangastaði í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan að sala til Evrópu hefur verið mjög góð.  Til samanburðar þá var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 90,7% og jókst um 2,9 prósentustig á milli ára á meðan að sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 81,9% og lækkaði um 8,9 prósentustig á milli ára.  Fjöldi farþega á heimamarkaðinum frá Íslandi og  ferðamannamarkaðinum til Íslands jókst á milli ára, en dróst saman á N-Atlantshafsmarkaðinum.

Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 32 þúsund og fækkaði um 14% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 72,4% og jókst um 2,6 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 7% á milli ára.  Fraktflutningar drógust saman um 6% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 9% á milli ára. Herbergjanýting var 84,1% samanborið við 87,4% í júlí 2017.

ICELANDAIR JÚL 18 JÚL 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 519.332 545.230 -5% 2.295.185 2.297.565 0%
Sætanýting 85,3% 89,2% -3,9 %-stig 80,2% 82,9% -2,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.942,3 1.906,9 2% 9.010,2 8.560,4 5%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000) 1.656,3 1.700,6 -3% 7.230,6 7.100,9 2%
Meðal flugleið (KM) 3.244 3.079 5% 3.172 3.053 4%
             
AIR ICELAND CONNECT JÚL 18 JÚL 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 31.523 36.550 -14% 187.988 197.078 -5%
Sætanýting 72,4% 69,7% 2,6 %-stig 63,8% 66,3% -2,5 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 19,0 26,7 -29% 111,9 117,4 -5%
             
LEIGUFLUG JÚL 18 JÚL 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Flugvélanýting 90,9% 100,0% -9,1 %-stig 93,4% 96,7% -3,3 %-stig
Seldir blokktímar 2.669 2.489 7% 20.353 15.151 34%
             
FRAKTFLUTNINGAR JÚL 18 JÚL 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.081 10.778 -6% 70.925 65.004 9%
             
HÓTEL JÚL 18 JÚL 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 51.475 45.647 13% 230.979 222.080 4%
Seldar gistinætur 43.276 39.882 9% 179.815 178.303 1%
Herbergjanýting 84,1% 87,4% -3,3 %-stig 77,8% 80,3% -2,4 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801

Viðhengi


Attachments

Traffic Data - July 2018