Stjórn félagsins boðar til hluthafafundar í félaginu sem verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins Korngörðum 2, Reykjavík, þann 6. september 2018 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning stjórnar félagsins.
  2. Önnur mál löglega upp borin.

Meðfylgjandi er fundarboð, drög að dagskrá og tillögum fundarins.

Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

Framboðstilkynningu má nálgast í höfuðstöðvum og skjöl sem lögð verða fyrir fundinn er að finna á fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors

Viðhengi