Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Samkomulag við Landspítala

Reitir hafa gengið til samninga við Landspítala um flutning á tiltekinni starfsemi spítalans í fasteignir Reita að Skaftahlíð 24 og Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Fasteignirnar eru samtals um 8.300 fm. og hafa báðar verið í fullri útleigu. Leiða samningarnir til fjárfestingar af hálfu Reita upp á um 1.500 milljónir kr. vegna breytinga á umræddum fasteignum sem dreifist yfir næstu 15 mánuði, og verða fjármagnaðar úr sjóðum félagsins. Vegna framkvæmdanna er fyrirséð að leigutekjur félagsins lækki um eitt prósentustig að jafnaði yfir framkvæmdatímann. Ávöxtunarkrafa fjárfestingarinnar er sambærileg þeirri sem gerð hefur verið í álíka fjárfestingum í eignasafni félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri, á netfanginu gudjon@reitir.is, eða í síma 660-3320.