Viðræður við skuldabréfaeigendur ganga vel


Vísað er til tilkynningar Icelandair Group frá 3. október 2018 varðandi möguleg brot á fjárhagslegum skilyrðum sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum útgefinna skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 (“NO skuldabréfin”). Sömu fjárhagslegu skilyrði gilda samkvæmt skilmálum útgefinna skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23.660.000 með auðkennið ISIN IS0000025427 (“IS skuldabréfin)”.

Samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem birt var í dag hefur verið staðfest að ofangreind fjárhagsleg skilyrði eru ekki uppfyllt. Félagið hefur átt í góðum viðræðum við skuldabréfaeigendur undanfarið í tengslum við langtímalausn vegna málsins og hefur óskað eftir undanþágu frá ofangreindum fjárhagslegum skilyrðum skuldabréfanna til 30. nóvember nk. í því skyni að meiri tími verði til stefnu til að finna langtímalausn vegna málsins. Hin tímabundna undanþága nýtur nú þegar stuðnings meirihluta eigenda NO skuldabréfanna.

Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verða að sams konar langtímalausn vegna þeirra bréfa. Tímabundin undanþága frá ofangreindum fjárhagslegum skilyrðum bréfanna til 30. nóvember nk. nýtur nú þegar stuðnings yfir 85% skuldabréfaeigenda og mun félagið halda áfram viðræðum um langtímalausn vegna málsins.

Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk. Handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum USD hinn 30. september. Eigið fé nam 575 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 674 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 176 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 406 milljónum USD en þar af voru 194 milljón USD veðtryggðar. 

DNB Markets starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi Icelandair Group vegna málsins.


Frekari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri
bogi@icelandairgroup.is

DNB Markets
+47 24169030 / bond.syndicate@dnb.no