Miðvikudaginn 31. október 2018 var hluthafafundur haldinn hjá Reitum fasteignafélagi hf. á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12 í Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 9.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins www.reitir.is/hluthafafundir

1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.
Hluthafafundurinn samþykkti tillögur þær sem gerðar voru um breytingar á samþykktum félagsins.

2. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar.
Samþykktar voru starfsreglur fyrir tilnefningarnefndina í samræmi við þær tillögur sem fyrir lágu á fundinum.

3. Tillaga um laun tilnefningarnefndar.
Samþykkt var tillaga um að laun til tilnefningarnefndar fyrir vinnu að undirbúningi stjórnarkjörs á aðalfundi 2019 verði 500.000 kr. en formaður fái greitt 50% álag.

4. Tillaga um skipan tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
Hluthafafundur staðfesti skipun Þóris Þorvarðarsonar, ráðgjafa, og Elínar Jónsdóttur, lögfræðings, í tilnefningarnefnd félagsins.

5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 9.30.