Söluferli Icelandair Hotels hafið


Formlegt söluferli á Icelandair Hotels og tengdum fasteignum hófst í þessari viku. Ferlið er í umsjón Íslandsbanka og HVS í London. Í fjárfestakynningu um félagið, sem kynnt verður hugsanlegum kaupendum á næstunni, kemur meðal annars fram að  leigutekjur fasteigna munu nema 0,7 milljörðum króna og EBITDA hótelrekstrar nema 0,9 milljörðum króna samkvæmt áætlun fyrir árið 2018. Fyrir árið 2019 gerir áætlun ráð fyrir að leigutekjur fasteigna nemi 0,8 milljörðum króna og að EBITDA hótelrekstrar verði 1,1 milljarðar króna. Á árinu 2018 bættust þrjú ný hótel við rekstur Icelandair Hotels sem juku framboð hótelherbergja um 197.  

Gert er ráð fyrir því að söluferlið muni klárast fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019.


Frekari upplýsingar veitir:

     

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri
bogi@icelandairgroup.is
+354 5050 100