Líkt og tilkynnt hefur verið mun Icelandair Group halda hluthafafund þann 30. nóvember nk. Á dagskrá fundarins er tillaga um að samþykkja kaup félagsins á WOW air hf. Í kaupsamningi eru ýmsir fyrirvarar sem þurfa að vera uppfylltir. Miðað við stöðu málsins í dag telur Icelandair Group ólíklegt að allir fyrirvarar verði uppfylltir fyrir þann tímapunkt.

Áfram verður unnið í málinu og viðræður standa yfir milli samningsaðila um framgang málsins.


Frekari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group
bogi@icelandairgroup.is