Traustur fjárhagur og talsverðar fjárfestingar


Þrátt fyrir lækkun á gjaldskrám fyrir kalt vatn og rafmagnsdreifingu í upphafi árs jukust tekjur OR samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tímabili 2017. Aukin umsvif í samfélaginu, fjöldi nýbygginga, auknar tekjur af heildsölu rafmagns og kalt tíðarfar valda því.  

Framlegð og afkoma reksturs OR og dótturfélaganna voru betri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en 2017. Reiknaðar stærðir, sem áhrif hafa á heildarafkomu en ekki sjóðstreymi, voru hinsvegar óhagfelldari í ár en í fyrra.

Árshlutareikningur samstæðu OR var samþykktur á fundi stjórnar í dag og sýnir hann 5,9 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Auk móðurfélagsins eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur í samstæðunni.

Fjárfestingar innan samstæðunnar eru talsverðar. Auk þess að tengja fjölda nýbygginga við veitukerfin, vinna Veitur að endurnýja stofnæða hita- og vatnsveitna, boranir eftir gufu, sem tekist hafa vel, hafa staðið við virkjanir Orku náttúrunnar á Nesjavöllum og Hellisheiði og heimilum tengdum Ljósleiðaranum fjölgar.

Eins og fram kemur í fjárhagsspá OR fyrir árin 2019-2024, sem birt var 5. október síðastliðinn, er útlit fyrir stöðugleika í rekstri og afkomu Orkuveitu Reykjavíkur næstu árin þrátt fyrir verulegar fjárfestingar í uppfærslu veitukerfa og aukinni sjálfvirkni, meðal annars með snjallvæðingu notkunarmælinga.

Yfirlit stjórnenda

Fjárhæðir í milljónum króna    F3 2014F3 2015F3 2016F3 2017F3 2018
Rekstrartekjur26.960  28.951  29.921  31.310  33.459 
Rekstrarkostnaður (9.195) (10.718) (11.785) (11.744) (12.540)
  þ.a. orkukaup og flutningur (3.644) (4.645) (4.555) (4.238) (4.404)
      
EBITDA17.766  18.234  18.136  19.566  20.919 
Afskriftir (6.510) (7.172) (7.584) (7.051) (6.965)
Rekstrarhagnaður (EBIT)11.256  11.061  10.551  12.515  13.954 
      
Afkoma tímabilsins7.879  3.093  9.368  10.512  5.924 

Lykiltölur fjármála OR má sjá á heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni: http://www.or.is/fjarmal/fjarmalafrettir/lykiltolur


Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar:
Ingvar Stefánsson
Framkvæmdastjóri fjármála OR
516 6100

Viðhengi


Attachments

OR Árshlutareikningur samstæðu F3 2018.pdf