Icelandair Group hefur skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum


Icelandair Group hefur skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum

Vísað er til tilkynningar Icelandair Group frá 30. nóvember 2018 um skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum,

Icelandair Group hefur í dag gefið fyrirmæli til Nordic Trustee & Agency AB, sem er umboðsaðili skuldabréfa með ISIN NO0010776982, um að hefja skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum. Í því felst að skuldabréfaeigendur kjósi með langtímalausn sem felur í sér að breytingar á kjörum skuldabréfsins, m.a. varðandi uppgreiðslu að hluta, brottfall frá tilteknum fjárhagslegum skilyrðum og breytingar á uppgreiðsluheimild eins og nánar er lýst í boðun um hið skriflega ferli. Tekið er fram að breytingar þær sem lagðar hafa verið til eru ekki að öllu leyti í samræmi við þar sem kom fram í tilkynningu félagsins hinn 30. nóvember sl.

Fyrirmæli um hið skriflega ferli eru aðgengileg á heimasíðu félagsins (www.icelandairgroup.is) og á Stamdata (www.stamdata.com).

DNB Markets starfa sem fjárhagslegur ráðgjafi félagsins vegna málsins.

Frekari upplýsingar;

Bogi Nils Bogason, Interim President & CEO
Sími: +354 5050300
Netfang: bogi@icelandairgroup.is

DNB Markets
+47 46907424 / bond.syndicate@dnb.no