Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður fundar eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum EIK 15 1


Fundur Eikar fasteignafélags með eigendum skuldabréfa í skuldabréfaflokknum EIK 15 1 var haldinn í dag, þann 7. desember 2018. 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:

1.   Tillaga um samþykki eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum EIK 15 1 á breyttum tilgangi Eikar fasteignafélags hf., en tillaga um breyttan tilgang verður lögð fyrir hluthafafund félagsins þann 12. desember 2018.

Hinn nýi tilgangur sem óskað er samþykkis eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum EIK 15 1 er eftirfarandi:

Tilgangur félagsins er:
•      Eignarhald fasteigna og fjárfestingar í fasteignatengdum félögum. 
•      Útleiga og rekstur fasteigna, þar með talin hótelrekstur, viðhald fasteigna, endurbætur og þróun.
•      Viðskipti með fasteignir og eignarhluti í fasteignatengdum félögum.
•      Þjónusta við leigjendur.
•      Ávöxtun lausafjár og lánastarfsemi.
•      Annar skyldur rekstur. 
•      Félaginu er  heimilt að stunda starfsemi sína í gegnum dótturfélög.

Fundurinn veitti samhljóða samþykki sitt fyrir breytingu á orðalagi samþykkta félagsins um tilgang þess. Fundinum var slitið kl. 9:10.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2200 / 820-8980