Hagar hf. : Beiðni um hluthafafund


Stjórn Haga barst í dag bréf frá Samherja hf. sem er eigandi 9,22% hlutafjárs í Högum hf. þar sem óskað er eftir því að stjórn félagsins boði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör er sett á dagskrá.

Í 85. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og 3. mgr. 12. gr. samþykkta Haga kemur fram að boða skuli til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina fundarefni. Samkvæmt sömu greinum hefur stjórn 14 daga til að senda út fundarboð.

Með vísan í samþykktir félagsins mun stjórn undirbúa boðun hluthafafundar.