Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 19 0620. Í heildina bárust tilboð upp á 2.120 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir 1.840 milljónir kr. Víxlarnir voru seldir á 5,20% flötum vöxtum og áætlað er að taka þá til viðskipta á Nasdaq á Íslandi á næstu vikum.